Silky Gomtaro 270-8/10 tvítennt sög og slíður
Art no: 460066
Tvítennt eða tvíblaða sög sem hentar atvinnumönnum, öðrum garðyrkjumönnum og skógarfólki. Hún er gróftennt á framblaði en fíntenntari á bakblaði. Bakið 1,4mm að þykkt er notað til að undirsaga grein (byrjað á að særa börkinn undir greininni til að ekki rifni út úr sári við skurð) og á móti er sagað með grófu framblaði 1,2mm þykku. Með þessu verkfæri er auðvelt að forðast barkarskemdir með undirsögun, ná þannig hreinni skurði án þess það komi niður á afköstum.
Sögin fer vel í hendi og henni fylgir þægilegt beltisslíður, Auðvelt að skipta um sagarblað.
- Sagarblað úr hágæða japönsku stáli, nikkel húðað
- Sagartennur bak: 10 tennur pr 30mm, fíntent
- Sagartennur fram: 8 tennur pr 30mm, gróftent
- Lengd sagarblaðs: 270mm
- Þyngd: 95gr (sög)
- Slíður fylgir