Art no: 480105 til á lager
Vatnskerra með veltiöxli (4 hjól) til þess að dreifa þyngd og auðvelda flutning við erfiðar aðstæður og mjúkan jarðveg eins og tún.
Vatnskerran er notuð t.d. til þess að færa hestum og öðrum búfénaði drykkjarvatn. Einnig er vatnsdreifari til þess að bleyta malarvegi, slóða eða reiðstíga til rykbindingar.
Vagninn er hannaður fyrir IBC tanka (1.200x1.000mm) en euro bretti geta einnig passað á hann með litlum breytingum.
Sértækt;
Sporvídd / breidd á milli ytri brún hjóla: 113cm
Breidd vatnsúðara: 220cm
Burðargeta: 1.000 kg
Vatnstankur fylgir ekki
Kemur ósamsettur í kassa en leiðbeiningar fylgja og auðvelt að setja vagninn saman.