Class 1: Vörn við keðjusög með hraða allt að 20 m/s
Type A: Vörn framan á skálmum
Litir - Mismunandi litir á lager hverju sinni
- Tvílitar buxur, fáanlegar svartar & grænar / svartar & appelsínugular / svartar & bleikar.
- Einlitar buxur, fáanlegar svartar / rauðar / ólívugrænar, með svörtum styrkingarflötum
Marglaga tæknilegar keðjusagarbuxur. Framleiddar úr Dyneema og Climasphere efni sem er eitt sterkasta efnið fáanlegt í fatnaði en samt með útöndun og teygjanlegar (stretch) sem eykur þægindin við vinnu. Kevlar styrking á neðri hluta skálmanna. Buxurnar hafa lítið viðnám og henta m.a. vel fyrir þá sem þurfa að klifra í trjám við fellingar. Styrktir saumar fyrir aukinn styrk og endingu, auk styrkingar kringum ökla.
Svörtu & grænu buxurnar eru fáanlegar í mismunandi síddum: Regular / Short / Tall / Extra tall. Almennt eigum við buxur í regular sídd á lager og sérpöntum aðra sídd, en eins og er eigum við L-tall á lager.
Ef þig vantar aðra stærð en þær sem eru í augnablikinu til í vefverslun, eða vilt panta annan lit, vinsamlega hafðu þá samband með tölvupósti á vorverk@vorverk.is eða í síma 665-7200.
Staðlar:
EN381-5 Class 1 (20m/s) Type A